Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Viking í undanúr­slit eft­ir víta­keppni

Samúel Kári og samherjar hans í Viking tryggðu sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um norsku bik­ar­keppn­inn­ar.

Mynd/Dagsavisen

Viking tryggði sér sæti í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar eftir sigur á Álasundi í Íslendingaslag eftir vítaspyrnukeppni.

Samúel Kári Friðjónsson byrjaði á varamannabekknum hjá Viking en var skipt inná á 82. mínútu leiksins. Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru í byrjunarliði Álasunds. Daníel Leó og Aron Elís léku allan leikinn en Hólmbert Aron spilaði fyrstu 39 mínúturnar. Davíð Kristján Ólafsson var ekki leikmannahópi liðsins.

Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1. Hvor­ugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og þar með þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá úrslitin.

Viking hóf vítaspyrnu­keppn­ina og skoruðu bæði lið úr tveimur fyrstu spyrnum sínum. Næstu tvær spyrnur Álasunds mis­fór­ust en Viking skoraði úr sínum. Samúel Kári skoraði úr fimmtu spyrnu Viking og fyrirliðinn Zlatko Tripic tryggði sigurinn fyrir liðið úr sjöttu spyrnunni en þar á milli skoraði Álasund úr fimmtu spyrnu sinni. Viking vann því vítakeppnina, 5-3.

Ásamt Viking eru liðin Ranheim, Odd og Haugesund komin í undanúrslit bikarkeppninnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun