Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar skoraði sig­ur­markið fyrir Rubin Kazan – Sjáðu markið

Viðar Örn skoraði sigurmark Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson tryggði Rubin Kazan sigur á Akhmat, 1-0, á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta mark Viðars fyrir liðið.

Viðar, sem gekk til liðs við Rubin Kazan frá Rostov á lánssamningi á dögunum, byrjaði á varamannabekknum en kom inn á varamaður í leikhléi og skoraði sigurmarkið rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Viðar lék sinn fyrsta leik fyrir Rubin Kazan í síðustu viku þegar liðið vann sigur á útivelli gegn Dinamo Moskvu. Hann lék aðeins fyrri hálfleikinn í þeim leik þar sem honum var fórnað í taktískri breytingu hjá knattspyrnustjóra félagsins eftir að liðsfélagi hans fékk að líta rauða spjaldið.

Viðar Örn lék síðustu mánuði á lánssamningi hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby frá Rostov. Framherjinn átti góðu gengi að fagna með Hammarby á meðan hann lék þar en hann skoraði 7 mörk í 15 deildarleikjum með liðinu.

Rubin Kazan er með 7 stig eft­ir fyrstu þrjár umferðirnar í rúss­nesku úr­vals­deild­inni.

Markið hans Viðars í kvöld má sjá hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið