Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Viðar Örn spilaði í markalausu jafntefli

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Hammarby er það mætti Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Hammarby er það mætti Göteborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var nokkuð jafn en leikmenn Hammarby voru meira með boltann, áttu aðeins fleiri færi en þeim tókst ekki að koma boltanum í netið. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í leiknum.

Viðar Örn lék allan leikinn í framlínu Hammarby.

Hammarby er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 18 stig að tíu umferðum loknum.

Norrköping að rétta úr kútnum

Guðmundur Þórarinsson og fé­lag­ar í Norrköping eru komn­ir upp í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eft­ir tvo sigra í röð en þeir unnu sig­ur á Sundsvall á heimavelli í dag, 2-0.

Guðmundur, þekktur sem Gummi Tóta, var aftur á móti ekki í leikmannahópi Norrköping í leiknum í dag en hann glímir við smávægileg meiðsli.

Kolbeinn missti af þriðja leiknum í röð

Kolbeinn Sigþórsson missti af þriðja leiknum í röð vegna meiðsla þegar lið hans AIK vann 2-0 sigur á botnliði Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Ekki er vitað mikið um meiðsli Kolbeins en fram hefur komið að hann sé að glíma við meiðsli á fæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun