Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar Örn skoraði og lagði upp í Íslendingaslag – Sjáðu markið

Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson skildu jafnir í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Viðar Örn fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/[email protected]

Íslendingaliðin Hammarby og Norrköping gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í 11. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn fyrir Hammarby og Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama hjá Norrköping.

Viðar Örn skoraði fyrra mark Hammarby í leiknum eftir aðeins tveggja mínútna leik og lagði upp seinna mark liðsins fyrir Muamer Tankovic í síðari hálfleiknum á 72. mínútu. Staðan í leikhléi var 2-1 fyrir Norrköping en þeir Christoffer Nyman og Jordan Larsson skoruðu fyrir Norrköping í fyrri hálfleiknum. Lokatölur í leiknum urðu 2-2 jafntefli.

Viðar Örn hefur nú skorað fimm mörk á leiktíðinni fyrir Hammarby.

Bæði lið halda sætum sínum í sænsku úrvalsdeildinni eftir úrslit kvöldsins. Hamm­ar­by er í 6. sætinu með 19 stig eft­ir ellefu umferðir og Norr­köp­ing er í 8. sæt­i með 15 stig.

Mark Viðars í kvöld:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið