Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar Örn skoraði enn og aftur

Viðar Örn var enn og aftur skotskónum með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Viðar Örn Kjartansson er svo sannarlega í markastuði um þessar mundir en hann var enn og aftur skotskónum þegar Hammarby sigraði topplið Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Viðar skoraði annað mark Hammarby í leiknum og tryggði liðinu 2-1 sigur.

Viðar Örn lék allar mínúturnar sem fremsti maður Hammarby í leiknum í dag.

Það var liðsfélgi Viðars, Nikola Djurdjic, sem kom Hammarby á lagið í leiknum með marki á 18. mínútu en sú forysta entist ekki lengi því tíu mínútum síðar jafnaði Djurgården metin í 1-1.

Stuttu fyrir leikhlé, á 38. mínútu, fékk Viðar Örn sendingu nálægt marki Djurgården og hann gerði vel með því teygja sig til knattarsins og náði að skora og koma Hammarby aftur í forystu. Þetta var þriðja mark Viðars með Hammarby á leiktíðinni. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Viðar Örn og félagar fóru því með 2-1 sigur af hólmi.

Með sigrinum fer Hammarby upp í 8. sæti deildarinnar og upp í 8 stig eftir fyrstu sex umferðirnar.

Uppfært: Hægt er að sjá mark Viðars í leiknum í dag:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið