Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar Örn skoraði ann­an leik­inn í röð – Sjáðu markið

Viðar Örn skoraði ann­an leik­inn í röð fyr­ir Hammarby.

Viðar Örn Kjartansson skoraði ann­an leik­inn í röð fyr­ir Hammarby þegar liðið vann 3-1 sigur á Eskilstuna í 4. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Hammarby var að taka á móti Eskilstuna í dag og Viðar Örn sá um að skora annað mark liðsins í leiknum. Hann skoraði einnig í síðasta leik þegar Hammarby beið lægri hlut fyrir Helsingborg, 2-1, síðasta mánudag.

Hammarby komst yfir með marki á 18. mínútu en eftir háltíma leik átti Jeppe Andersen, leikmaður Hammarby, skottilraun sem Viðar Örn kom snertingu á og fékk markið skráð á sig.

Á 63. mínútu skoraði Hammarby þriðja markið en Eskilstuna minnkaði síðan muninn átta mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 3-1 Hammarby í vil.

Þetta var fyrsti sigur Hammarby á leiktíðinni og liðið er nú í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig.

Mark Viðars í leiknum má sjá hér: 

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið