Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Viðar Örn og Ari Freyr í tapliðum

Viðar Örn og Ari Freyr voru báðir í tapliðum í dag.

Mynd/rsport.ria.ru

Íslensku landsliðsmenn­irn­ir Viðar Örn Kjartansson og Ari Freyr Skúlason máttu báðir sætta sig við töp með liðum sínum í dag.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Rubin Kazan þegar liðið beið lægri hlut fyrir Krasnodar, 1-0, í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Viðar komst nálægt því að skora í leiknum er hann átti skot í þverslá.

Viðar Örn var í fremstu víglínu Rubin Kazan í dag og lék allan leikinn. Jón Guðni Fjóluson sat sem fastast á varamannabekk Krasnodar allan tímann.

Ivan Ignatyev, leikmaður Krasnodar, gerði eina mark leiksins á 17. mínútu.

Krasnodar er nú í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Rubin Kazan er í 5. sætinu með 7 stig.

Ari Freyr var í byrjunarliði Oostende og lék allan tímann í 2-0 tapi liðsins gegn Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var liður í 3. umferð deildarinnar og Club Brugge skoraði bæði mörkin á síðustu tuttugu mínútum leiksins, en Ari Freyr og félagar í Oostende höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Oostende hefur því 6 stig og situr í 5. sæti eftir þrjá leiki.

Elías Már Ómarsson lék í rúmar tíu mínútur með Excelior í hollensku B-deildinni í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Jong Utrecht í 1. umferð deildarinnar.

Í Ungverjalandi lék Aron Bjarnason síðustu mínúturnar fyrir lið sitt Újpest í 2-1 útisigri gegn Diosgyori í ungversku úrvalsdeildinni í kvöld. Újpest hefur 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni.

Hólmar Örn Eyjólfsson var þá í fyrsta sinn í leikmannahópi Levski Sofia á leiktíðinni þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Beroe í úrvalsdeildinni í Búlgaríu í kvöld. Hólmar Örn var allan tímann á varamannabekknum en hann er koma til baka eftir að hafa slitið kross­band í hné í októ­ber á síðasta ári.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun