Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar Örn með stoðsendingu í sigri

Selfyssingurinn Viðar Örn lagði upp seinna mark Hammarby í 2-0 sigri í dag.

Viðar Örn Kjartansson lagði upp seinna mark Hammarby í 2-0 sigri liðsins gegn Sirius í 8. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Viðar Örn var í dag á sínum stað í framlínu Hammarby og lék allan leikinn.

Eftir hálftíma leik skoraði Muamer Tankovic úr vítaspyrnu fyrir Hammarby og átta mínútum síðar lagði Viðar Örn upp mark fyrir Tankovic sem skoraði sitt annað mark í leiknum. Lokatölur urðu 2-0 Hammarby í vil.

Viðar Örn hefur verið mikilvægur í byrjun leiktíðar fyrir Hammarby en hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt mark í fyrstu átta leikjunum á leiktíðinni í Svíþjóð.

Hammarby fer með sigrinum upp í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og upp í 14 stig, jafn mörg og topplið Malmö sem er með betri markatölu og á leik til góða.

Stoðsending Viðars í dag:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið