Fylgstu með okkur:

Fréttir

Viðar Örn mætt­ur til Kazan

Viðar Örn mætti í dag á æfingasvæði Rubin Kazan og mun að öllu óbreyttu ganga í raðir félagsins innan fárra daga.

Viðar Örn Kjartansson mætti í dag á æfingasvæði rússneska liðsins Rubin Kazan og mun að öllu óbreyttu ganga í raðir félagsins á lánssamningi frá Rostov.

Rússneskir fjölmiðlar voru mættir á æfingasvæði Rubin Kazan í dag þar sem þeir fylgd­ust með Viðari.

Rubin Kazan tilkynnti þá á Twitter-síðu sinni að Viðar hafi æft með liðinu í dag og er búist við því að hann verði orðinn leikmaður liðsins innan fárra daga.

Viðar Örn lék síðustu mánuði á lánssamningi hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby frá Rostov og sá samningur rann út í vikunni. Hann átti góðu gengi að fagna á tímabilinu með Hammarby en hann skoraði 7 mörk í 15 deildarleikjum með liðinu.

Rostov keypti Viðar Örn fyrir um ári síðan frá ísraelska félaginu Macca­bi Tel Aviv fyrir 2,5 milljónir evra, um 355 milljónir króna.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir