Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar Örn kvaddi með sigurmarki

Viðar Örn skoraði sigurmark Hammarby í kveðjuleik sínum með liðinu þegar það vann útisigur í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.  

Viðar fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Aftonbladet

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Hammarby í kveðjuleik sínum með liðinu þegar það vann 3-2 útisigur á GIF Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þegar klukkutími var liðinn af leiknum var staðan 2-2 en Viðar Örn kvaddi sænsku úrvalsdeildina með stæl því hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins á annarri mínútu í uppbótartíma seinni hálfleiks. Þetta var 7. mark hans í 15. deildarleiknum á tímabilinu.

Viðar Örn er á lánssamningi hjá Hammarby frá rússneska liðinu Rostov og sá samningur rennur út á miðnætti. Hann er sterklega orðaður við rússneska liðið Rubin Kazan.

Hammarby er í 6. sæti deild­ar­inn­ar með 25 stig eftir 15 umferðir.

Sigurmark Viðars í kvöld er hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið