Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar Örn kom­inn á blað hjá Hammarby

Viðar Örn skoraði eina mark Hammarby í 2-1 tapi í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Viðar fagnar marki sínu í leiknum í kvöld. Mynd/[email protected]

Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta mark í treyju Hammarby þegar liðið beið lægri hlut fyrir Helsingborg, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var þriðji leikur Viðars með Hammarby eftir að hann kom til félagsins á láni frá rússneska félaginu Rostov fyrir nokkrum vikum. Hann lék allar mínúturnar í jafnteflum við Elfsborg og Kalmar í fyrstu tveimur umferðunum í deildinni.

Helsingborg náði forystu eftir rúmt korter, á 14. mínútu, en aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Viðar Örn metin fyrir Hammarby.

Þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerði markvörður Hammarby sig sekan um klaufaleg mistök þegar hann missti boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá varnarmanni Helsingborg. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Helsingborg.

Viðar var fremsti maður Hammarby í leikinum í kvöld og spilaði allan leikinn. Hann fékk að líta gult spjald á 67. mínútu leiksins.

Andri Rúnar Bjarnason, sem er á mála hjá Helsingborg, glímir við meiðsli og var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.

Hammarby er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni á meðan Helsingborg er með sex stig.

Mark Viðars í leiknum er hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið