Fylgstu með okkur:

Fréttir

Viðar Örn í liði um­ferðar­inn­ar

Viðar Örn var val­inn í lið um­ferðar­inn­ar í sænsku úrvalsdeildinni.

Mynd/​Hamm­ar­by

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Hammarby, var fyrr í dag val­inn í lið um­ferðar­inn­ar í sænsku úrvalsdeildinni hjá miðlinum Fotbollskanalen.

Selfyssingurinn átti góðan leik þegar Hammarby bar sigurorð af toppliði Djurgården, 2-1, um síðustu helgi. Hann skoraði seinna mark Hammarby í leiknum og tryggði liði sínu þrjú góð stig.

Þetta var þriðja mark Viðars með Hammarby eftir að hann kom til félagsins á láni frá rússneska félaginu Rostov fyrir nokkrum vikum.

Með sigrinum fór Hammarby upp í 8. sæti deildarinnar og upp í 8 stig eftir fyrstu sex umferðirnar.

Mark Viðars um síðustu helgi:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir