Fylgstu með okkur:

Fréttir

Viðar Örn í lækn­is­skoðun hjá Hamm­ar­by

Viðar Örn fer í lækn­is­skoðun hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hamm­ar­by á næstu dögum.

Viðar í leik með Íslandi gegn Mexíkó fyrir ári síðan. ÍV/Getty

Fram­herj­inn Viðar Örn Kjartansson fer í lækn­is­skoðun hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hamm­ar­by á næstu dögum. Sænski miðilinn Expressen greinir frá þessu í dag.

Fótbolti.net greindi frá því fyrr í vikunni að Viðar væri á förum frá Rostov. Þar kom fram að hann yrði að öllum líkindum lánaður frá félaginu.

Ekki er langt síðan að hann gekk til liðs við Rostov í Rússlandi. Viðar var keyptur til félagsins frá Maccabi Tel Aviv í Ísrael í fyrra haust og gerði þar af leiðandi fjögurra ára samning við félagið.

Viðar hefur leikið 19 leiki í öllum keppnum fyrir Rostov og í þeim leikjum skorað fimm mörk.

Viðar, sem varð 29 ára á mánudaginn, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að mörg félög hefðu áhuga á þjónustu sinni. Félögin Djurgår­d­en í Svíþjóð, Astana í Kasakst­an og New York City í banda­rísku MLS-deild­inni eru meðal þeirra liða, ásamt Hammarby, sem gerðu tilboð í Viðar.

Hammarby, sem leikur í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, virðist hafa unnið kapphlaupið um Viðar. Í frétt Expressen segir að Viðari lítist mjög vel á það að búa og leika með félagi í stórri borg eins og Stokkhólmi.

Viðar þekkir vel til í Svíþjóð en hann lék við góðan orstrír með liði Malmö FF árið 2016 þar sem hann skoraði 17 mörk í 26 leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir