Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Viðar Örn heldur áfram að skora – Sjáðu markið hans í kvöld

Viðar Örn getur ekki hætt að skora fyrir Hammarby í Svíþjóð en hann gerði eitt mark í 4-0 stórsigri liðsins í kvöld.

Viðar Örn Kjartansson var enn og aftur á skotskónum fyrir Hammarby sem vann 4-0 stórsigur á heimavelli gegn Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Viðar Örn hefur verið funheitur upp á síðkastið fyrir Hammarby en hann skoraði annað mark liðsins á 12. mínútu. Jeppe Andersen gerði fyrsta mark liðsins eftir aðeins þrjár mínútur og þá gerði Nikola Djurdjic þriðja markið eftir rúmlega hálftíma leik, á 28. mínútu.

Viðar Örn hefur nú skorað fjögur mörk í fyrstu níu deildarleikjum Hammarby á leiktíðinni.

Í seinni hálfleiknum eftir klukkutíma leik fékk Hammarby vítaspyrnu og Muamer Tankovic fór á punktinn og skoraði af öryggi. Varnarmaður Hammarby fékk að líta beint rautt spjald þegar korter lifði leiks en lokatölur leiksins urðu 4-0 Hammarby í vil.

Með sigrinum fór Hammarby upp í 17 stig og annað sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Arnór Ingvi Traustason og samherjar hans í Malmö eru á toppnum, einnig með 17 stig, en með betri markatölu og leik til góða.

Mark Viðars í kvöld: 

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið