Fylgstu með okkur:

Fréttir

Viðar Örn hef­ur staðist lækn­is­skoðun hjá Yeni Malatyaspor

Viðar Örn hef­ur staðist lækn­is­skoðun hjá Yeni Malatyaspor og er ná­lægt því að ganga í raðir tyrkneska liðsins.

ÍV/Getty

Viðar Örn Kjartansson hef­ur staðist lækn­is­skoðun hjá tyrkneska úrvalsdeildarliðinu Yeni Malatyaspor. Þetta staðfesti Ólaf­ur Garðars­son, umboðsmaður Viðars, í samtali við Íslendingavaktina í dag.

Tyrkneski blaðamaðurinn Salim Manav á fjölmiðlinum Ajansspor greindi frá því fyrr í dag að Viðar Örn væri búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor og ná samkomulagi við liðið um eins og hálfs árs samning.

Ólafur segir hins vegar að samkomulag sé ekki í höfn en staðfestir að viðræður standi yfir við for­ráðamenn Yeni Malatyaspor.

Viðar, sem er samningsbundinn rússneska liðinu Rostov, vill komast burt frá Rússlandi, en hann hefur verið með til­boð und­ir hönd­um frá liðum á Englandi, Dan­mörku, Svíþjóð og Tyrklandi.

Yeni Malatyspor sigl­ir lygn­an sjó í tyrk­nesku úr­vals­deild­inni, situr í 9. sæti, og er með 24 stig af 18 liðum eftir 18 leiki. Liðið er staðsett í borginni Malatya, sem er í Aust­ur-Tyrklandi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir