Fylgstu með okkur:

Fréttir

Viðar Örn beint í byrjunarliðið

Viðar Örn fer beint inn í byrjunarlið Rubin Kazan sem mætir Dinamo Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni.

Rússneska liðið Rubin Kazan tvínónar ekkert við að tefla fram nýjasta leikmanni sínum, Viðari Erni Kjartanssyni.

Viðar Örn fer beint inn í byrj­un­arlið Rubin Kazan sem sækir í dag Dinamo Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni klukkan 16 að íslenskum tíma. Þetta verður fyrsti leikur hans með liðinu.

Rubin Kazan fékk í gær Viðar lánaðan frá Rostov út leiktíðina og kom hann á sína fyrstu æfingu með liðinu síðasta föstudag og gekkst þar undir læknisskoðun og kláraði þá hluti sem átti eftir að klára.

Rubin Kazan endaði síðustu leiktíð í 11. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar af 16 liðum. Liðið er að fara spila sinn annan deildarleik á tímabilinu og er með eitt stig eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í 1. umferð deildarinnar.

Viðar (með rússneska letrinu Видар Кьяртанссон) mun leika í treyju númer 8 hjá Rubin Kazan.

Hér verður hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir