Fylgstu með okkur:

Fréttir

Viðar Örn að semja við Yeni Malatyaspor

Viðar Örn er við það að ganga í raðir Yeni Malatya­spor í Tyrklandi.

ÍV/Getty

Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er mættur til Tyrklands og er við það að semja við tyrkneska úrvalsdeildarliðið Yeni Malatyaspor, sam­kvæmt heim­ild­um vef­miðils­ins 433.is.

Viðar Örn er samningsbundinn Rostov í Rússlandi en áfram­hald­andi krafta hans er ekki lengur óskað þar. Á síðari hluta síðasta árs lék hann á lánssamningi með Rubin Kazan en Rostov kallaði hann til baka úr láni fyrr í mánuðinum.

Mbl.is greindi frá því í gær að Viðar Örn hefði skoðað aðstæður hjá tyrk­nesku úr­vals­deild­ar­liði og það virðist nú vera Yeni Malatyaspor. Viðar vill komast burt frá Rússlandi en hann hefur verið með til­boð und­ir hönd­um frá liðum á Englandi, Dan­mörku, Svíþjóð og Tyrklandi.

Yeni Malatyspor er í 10. sæti tyrk­nesku úr­vals­deild­ar­inn­ar með 24 stig af 18 liðum. Liðið er staðsett í borginni Malatya, sem er í Aust­ur-Tyrklandi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir