Fylgstu með okkur:

Fréttir

Viðar kom­inn til Yeni Malatyaspor

Selfyssingurinn Viðar Örn er genginn í raðir tyrkneska liðsins Yeni Malatyaspor á lánssamningi sem gild­ir út leiktíðina.

Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Yeni Malatyaspor frá Rostov í Rússlandi á láns­samn­ingi.

Gild­ir samn­ing­ur­inn út leiktíðina og hef­ur Yeni Malatyaspor for­kaups­rétt á Viðari að þeim tíma liðnum.

Viðar var fyrri hlutann á þessari leiktíð í láni hjá Ru­bin Kaz­an í rúss­nesku úr­vals­deild­inni en fyrri hluta síðasta árs lék hann á lánssamningi hjá Hammarby í Svíþjóð.

Yeni Malatyspor er um miðja deild í tyrk­nesku úr­vals­deild­inni, situr í 9. sæti, og er með 24 stig af 18 liðum eftir 18 leiki. Liðið er staðsett í borginni Malatya, sem er í Aust­ur-Tyrklandi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir