Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Viðar Ari lagði upp sigurmark Sandefjord

Viðar Ari lagði upp sig­ur­mark Sandefjord í norsku 1. deildinni í kvöld.

Viðar Ari. (t.v.) Mynd/Sandefjord

Viðar Ari Jónsson var arki­tekt­inn að sig­ur­marki Sandefjord þegar lið hans vann Kongsvinger, 1-0, í norsku 1. deildinni á heimavelli sínum í kvöld.

Viðar Ari byrjaði á varamannabekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður á 67. mínútu hjá Sandefjord, og á 76. mínútu leiksins lagði hann upp sigurmark liðsins. Pontus Engblom skoraði markið fyrir Sandefjord.

Sandefjord hefur byrjað tímabilið vel og er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Álasundar, eftir 14 umferðir.

Viðar Ari hefur spilað 11 deildarleiki fyrir Sandefjord á leiktíðinni og í þeim skorað eitt mark og lagt upp önnur tvö. Emil Pálsson er einnig á mála hjá Sandefjord en hann er enn að jafna sig á erfiðum meiðslum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun