Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Victor tapaði fyr­ir toppliðinu – Rúrik ónotaður varamaður

Guðlaugur Victor tapaði fyr­ir toppliðinu og Rúrik kom ekki við sögu.

ÍV/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans hjá Darmstadt biðu lægri hlut, 3-1, þegar liðið mætti toppliði Arminia Bielefeld í þýsku B-deildinni í dag.

Guðlaugur Victor var að venju í byrjunarliði Darmstadt og lék allan leikinn á miðjunni.

Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleik en Arminia Bielefeld tók leikinn í sínar hendur í upphafi síðari hálfleiks. Fabian Klos gerði sér lítið fyrir og skoraði tvisvar með stuttu millibili.

Tobias Kempe minnkaði muninn í eitt mark fyrir Darmstadt á 71. mínútu, áður en Andreas Voglsammer innsiglaði sigur Arminia Bielefeld í uppbótartíma.

Darmstadt er í 12. sæti deildarinnar með 18 stig úr 15 leikjum.

Rúrik ónotaður varamaður

Rúrik Gíslason vermdi varamannabekkinn allan leikinn í 2-1 heimasigri Sandhausen á VfB Stuttgart.

Aziz Bouhaddouz skoraði tvívegis fyrir Sandhausen á fyrsta stund­ar­fjórðungi leiks­ins. Mark VfB Stuttgart kom hins veg­ar ekki fyrr en í blálokin og náði þar af leiðandi ekki að hleypa spennu í leik­inn. Sandhausen er í 7. sæti með 21 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun