Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Victor og félagar með góðan sigur

Guðlaugur Victor og félagar hans í Darmstadt unnu góðan sigur í dag.

Mynd/Darmstadt

Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt báru sigur úr býtum gegn toppbaráttuliði Union Berlin, 2-1, í þýsku B-deildinni í dag.

Guðlaugur Victor, sem er 28 ára, gekk til liðs við Darmstadt í byrjun árs og hefur spilað 13 leiki í röð með félaginu. Hann spilaði allan leikinn í dag á miðjunni.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en fljótlega í þeim seinni komst Darmstadt yfir þar sem Yannick Stark skoraði inn í teig Union Berlin eftir góða sókn.

Þrettán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma náði Darmstadt að skora sitt annað mark þegar Matthias Wittek skoraði með skalla eftir aukaspyrnu.

Í lokin náði Union Berlin að minnka muninn niður í eitt mark með skallamarki upp úr hornspyrnu en það dugði ekk til og lokatölur urðu 2-1 fyrir Darmstadt, sem er um miðja deild í 10. sæti með 43 stig þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun