Fylgstu með okkur:

Fréttir

Verður Birkir kynnt­ur til leiks í dag? – Forsetinn þolir ekki töluna 17

Líkur eru á því að Birkir verði ekki kynntur til leiks hjá Brescia í dag.

Massimo Cellino. ÍV/Getty

Líkur eru á því að Birkir Bjarnason verði ekki kynntur til leiks sem nýr leikmaður ítalska A-deildarliðsins Brescia í dag.

Ítalskir fjölmiðlar skýra frá þessu í dag en ástæðan fyr­ir því er sú að forseti Brescia, Massimo Cellino, telur töluna 17 vera óhappa­tölu, en í dag er 17. janúar.

Samkvæmt frétt Fótbolta.net í dag lét Cellino á sínum tíma taka út sæti númer 17 á heimavelli Cagliari þegar hann starfaði þar og breytti tölunni yfir í 16B. Þá fékk leikmaður Leeds ekki leyfi til þess að leika í treyju númer 17 þegar Cellino var eigandi liðsins fyrir nokkrum árum.

Birkir gekkst und­ir lækn­is­skoðun hjá Brescia í morgun og var brosmildur þegar hann kom úr henni. Flest bendir til þess að Birkir skrifi undir hálfs árs samning við ítalska liðið með mögu­leika á eins árs fram­leng­ingu. Birkir gæti verið kynntur til leiks á morgun.

Fyrsti leik­ur Birkis í deildinni gæti orðið á sunnudaginn þegar Brescia fær Cagli­ari í heimsókn. Brescia er í 19. sæti af 20 liðum í ítölsku A-deild­inni, aðeins einu stig­i frá því að kom­ast úr fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir