Fylgstu með okkur:

Fréttir

Verða Guðmundur og Hólmar sam­herj­ar á ný?

Guðmundur Þórarinsson gæti orðið samherji Hólmars Arnar hjá búlgarska liðinu Levski Sofia.

Guðmundur og Hólmar Örn í leik með Rosenborg árið 2016. Mynd/bt.no

Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, gæti orðið samherji Hólmars Arnar Eyjólfssonar hjá búlgarska liðinu Levski Sofia.

Guðmundur spilaði afar vel fyrir Norrköping á nýafstaðinni leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni en nú­ver­andi samn­ing­ur hans við liðið rennur út í lok ársins. Norrköping endaði í 5. sæti deildarinnar með 57 stig.

Hafinn er slagur milli nokkurra félaga um að fá Guðmund til liðs við sig og í dag er hann orðaður við Levski Sofia í fjölmiðlum í Búlgaríu. Djurgården, sem varð meistari í Svíþjóð á dögunum, og hollenska liðið Heerenveen eru síðan sögð vera með hann í sigtinu.

Guðmundur og Hólmar Örn léku saman með norska liðinu Rosenborg árið 2016 og voru samherjar í U21 árs landsliðinu. Samtals hafa þeir spilað 26 leiki saman, 23 með Rosenborg og þrjá með U21 árs liðinu, samkvæmt Transfermarkt.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir