Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Vendsyssel á leið í annað fallumspil

Jón Dagur og félagar í Vendsyssel eru á leið í annað fallumspil þar sem liðið mun mæta liði úr dönsku B-deildinni.

ÍV/Getty

Vendsyssel gerði 1-1 jafntefli við Horens í seinni leik liðanna í fallumspili dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Vendsyssel tapaði fyrri leiknum 0-1 og tapar einvíginu samanlagt 2-1. Það þýðir að liðið er á leið í annað fallumspil þar sem liðið mun mæta liðinu sem endar í 3. sæti dönsku B-deildarinnar, heima og að heiman.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel í dag og spilaði allan leikinn.

Leikmenn Vendsyssel byrjaðu leikinn betur og eftir rúmlega hálftíma leik átti Jón Dagur fína tilraun sem vildi hinsvegar ekki fara inn í netið. Nokkru síðar náði Horens-liðið forystu í leiknum með marki frá Michael Lumb á 36. mínútu.

Horens var heilt yfir betri aðilinn í síðari hálfleik en varnarmaður Vendsyssel, Soren Hendriksen, gaf liðinu líflínu er hann skoraði þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leikmenn Vendsyssel reyndu að sækja annað markið en það kom ekki. Lokatölur 1-1.

Óvíst er hvaða lið mætir Vendsyssel í áframhaldandi umspili.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun