Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Var mættur á víta­punkt­inn áður en VAR tók völd­in – Myndband

Viðar Örn kom inn á sem varamaður og lék síðari hálfleikinn með Yeni Malatyaspor í tapi gegn Galatasaray.

Viðar í leiknum. Mynd/@YMSkulubu

Viðar Örn Kjartansson lék síðari hálfleikinn sem varamaður fyrir Yeni Malatyaspor þegar liðið sótti meistaraliðið Galatasaray heim í tyrknesku úrvalsdeildinni, en þar fór Galatasaray með 1-0 sigur af hólmi.

Adem Büyük kom Galatasaray yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu og það reyndist eina mark leiksins.

Eftir um klukkutíma leik fékk Malatyaspor vítaspyrnu. Viðar Örn var að gera sig tilbúinn til að taka spyrnuna en við nán­ari at­hug­un í VAR reyndist samherji Viðars réttilega rangstæður í aðdraganda vítaspyrnunnar.

Yeni Malatyaspor er í 10. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir 21 umferð. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og er fimm stigum frá fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið