Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Vand­ræði Everton halda áfram

Vand­ræði Gylfa Þórs og fé­laga hans í enska úrvalsdeildarfélaginu Everton halda áfram.

ÍV/Getty

Leicester City vann 2-1 heimasigur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og liðsfélögum hans í Everton í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Gylfi Þór lék allan leikinn fyrir Everton og bar fyr­irliðaband liðsins.

Richarlison kom Everton yfir á 23. mínútu eftir undirbúning frá Djibril Sidibe og var staðan í leik­hléi 1-0.

Leicester City var sterk­ari aðil­inn í síðari hálfleik og jöfn­un­ar­markið kom á 68. mínútu er Jamie Vardy skoraði. Í uppbótartíma skoraði svo Kelechi Iheanacho sigurmark Leicester. Aðstoðardómarinn dæmdi rangstöðu á Iheanacho en eft­ir at­hug­un í VAR var markið dæmt gilt.

Vandræði Everton halda því áfram og er liðið enn í fallbaráttu, í 17. sæti deildarinnar með 14 stig úr 14 leikjum. Gylfi Þór gæti fengið nýj­an knatt­spyrn­u­stjóra á næstu dögum en liðið hefur undir stjórn Marco Silva aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikj­um sín­um í ensku úr­vals­deild­inni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun