Fylgstu með okkur:

Fréttir

Utah Royals vann Íslend­inga­slag­inn

Gunnhildur Yrsa og stöllur í Utah Royals unnu sig­ur á liði Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur inn­an­borðs.

Mynd/tumptownfooty

Utah Royals lagði Portland Thorns að velli, 1-0, í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt.

Heimsmeistarinn Becky Sau­er­brunn skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék síðustu 17 mínúturnar fyrir Utah Royals í leiknum. Lið hennar hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni en eftir sigurinn í nótt er Utah komið upp í 3. sæti deildarinnar og hefur 31 stig.

Dagný Brynjarsdóttir spilaði þá allan leikinn fyrir Portland Thorns sem trónir á toppi deildarinnar eftir 20 leiki með 36 stig, fimm stigum á undan North Carolina og Utah Royals. North Carolina hefur aðeins leikið 17 leiki og á þrjá leiki til góða á Portland Thorns. Dagný var nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum í nótt þegar skallatilraun hennar fór í þverslá.

Efstu fjögur lið deildarinnar munu koma til með að keppa í um­spili um banda­ríska meist­ara­titil­inn þegar 24 umferðir hafa verið leiknar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir