Fylgstu með okkur:

Fréttir

Umboðsmaður­inn fundar í Róm í dag

Umboðsmaður Em­ils mun í dag eiga fund með forráðamönnum Roma þar sem rætt verður um hugs­an­leg fé­laga­skipti.

ÍV/Getty

Alessandro Beltrami, umboðsmaður Em­ils Hall­freðsson­ar, mun í dag eiga fund með forráðamönnum Roma þar sem rætt verður um hugs­an­leg fé­laga­skipti Hafnfirðingsins til félagsins. Ítalska blaðið Il Tempo greinir frá þessu og Forza Roma segir frá.

Emil, sem er 35 ára, hef­ur verið samningslaus síðan samn­ing­ur hans við Udinese rann út í sum­ar og var í gær sagður efstur á óskalistanum hjá Roma yfir þá leikmenn sem koma til greina að styrkja liðið, en fjórir miðjumenn liðsins eru á meiðslalistanum um þessar mundir.

Mathieu Flamini, fyrrum leikmaður AC Milan og Arsenal, er þá einnig sagður koma til greina hjá Roma, samkvæmt ítalska blaðinu Leggo í dag.

Sjá einnig: Emil efst­ur á óskalist­an­um hjá Roma

Þar sem fé­lags­skipta­glugg­inn er lokaður á Ítalíu getur Roma aðeins fengið leikmenn til sín sem eru án félags og með evr­ópskt rík­is­fang. Þetta er því tilvalið tækifæri til þess að semja við Emil, sem á að baki 178 leiki í ítölsku A-deildinni með Reggina, Hellas Verona, Frosinone og Udinese.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir