Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tvö mörk í lokin hjá Rostov – Ragnar og Björn spiluðu báðir

Ragnar og Björn Bergmann spiluðu báðir í sigri Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Íslendingaliðið Rostov vann 0-2 útisigur á Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Ragnar Sigurðsson var allan tímann í vörn Rostov í leiknum og átti góðan leik. Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 66. mínúturnar áður en hann var tekinn af velli.

Rostov skoraði bæði mörk sín á síðustu mínútunum. Fyrra kom á 83. mínútu og það seinna á þeirri 89. mínútu. Það var Roman Eremenko sem sá um að skora bæði þessi mörk.

Rússneksa úrvalsdeildin fór aftur af stað fyrir tveimur vikum eftir að hafa verið í þriggja mánaða vetrarhléi. Tíu umferðir eru nú eftir af tímabilinu.

Með sigrinum í dag skýst Rostov upp fyrir andstæðing sinn í dag, Runin Kazan, í sjötta sæti deildarinnar, með alls 29 stig.

Fjóðra og fimmta sæti deildarinnar tryggir liðum umspilssæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Viðar Örn Kjartansson, sem er á mála hjá Rostov, var ekki leikhópi félagsins í dag, en hann er að öllum líkindum að ganga til liðs við Hammarby í Svíþjóð á næstu dögum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun