Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tveir sigr­ar í röð hjá Arnóri Ingva

Arnór Ingvi kom við sögu í 0-1 útisigri Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Malmö sem hafði betur í öðrum leik sínum í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Sirius að velli, 1-0, í fjórðu umferð deildarinnar í dag.

Í síðasta leik varð Arnór fyrir meiðslum í 2-0 sigri á Östersunds og var borinn af velli undir lok leiksins en betur fór en á horfðist hjá honum. Hann var mættur æfinga um miðja viku og gat komið við sögu í leiknum í dag.

Í upphaf seinni hálfleiks skoraði Malmö laglegt mark og það reyndist eina markið í leiknum.

Þetta var annar sigur Malmö á leiktíðinni eftir fjórar umferðir. Liðið er í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun