Fylgstu með okkur:

Fréttir

Tuttugu verðmæt­ustu knatt­spyrnumenn Íslands

Tuttugu verðmætustu leikmenn Íslands samkvæmt vefsíðu sem sér­hæf­ir sig í að meta virði leikmanna.

Mynd/Samsett

Gylfi Þór Sigurðsson er langverðvætasti knattspyrnumaður Íslands samkvæmt mati Transfermarkt sem sér­hæf­ir sig í að meta virði leikmanna.

Gylfi Þór, sem leikur með Everton, hefur lengi vel verið verðmætasti leikmaðurinn frá Íslandi en hann er metinn á 35 milljónir evra, jafnvirði um fimm milljarða íslenskra króna. Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, er næstverðmætasti leikmaðurinn, metinn á 15 milljónir evra og Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, er þriðji í röðinni, metinn á 10 milljónir evra.

Í tilfelli virði hvers og eins leikmanns skýrist verðmiðinn af margvíslegum þáttum eins og árangri leikmanna með félagsliðum sínum, launum þeirra, lengd samninga og o.fl., en verðmiðinn uppfærist tvisvar sinnum á ári, um mitt ár og í lok árs.

433.is vakti athygli á verðmæti nokkurra leikmanna á dögunum, en hér að neðan má sjá þá tuttugu verðmætustu, að mati Transfermarkt.

Tuttugu verðmætustu leikmenn Íslands:

1 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – 35 milljónir evra (4,9 milljarða íslenskra króna)

2 Alfreð Finnbogason, Augsburg – 15 milljónir evra (2,1 milljarði íslenskra króna)

3 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – 10 milljónir evra (1,4 milljarða íslenkra króna)

4 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva – 7 milljónir evra (967 milljónir íslenskra króna)

5 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva – 5 milljónir evra (691 milljón íslenskra króna)

6 Sverrir Ingi Ingason, PAOK – 4 milljónir evra (552 milljónir íslenskra króna)

7 Ragnar Sigurðsson, Rostov – 3,5 milljónir evra (483 milljónir íslenskra króna)

8 Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov – 2,75 milljónir evra (380 milljónir íslenskra króna)

9 Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi – 2,5 milljónir evra (345 milljónir íslenskra króna)

10 Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon – 2,5 milljónir evra (345 milljónir íslenskra króna)

11 Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar – 2,5 milljónir evra (345 milljónir íslenskra króna)

12 Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia – 2 milljónir evra (276 milljónir íslenskra króna)

13 Jón Daði Böðvarsson, Millwall – 2 milljónir evra (276 milljónir íslenskra króna)

14 Birkir Bjarnason, án félags – 1,5 milljón evra (207 milljónir íslenskra króna)

15 Viðar Örn Kjartansson, Rostov, á láni hjá Rubin Kazan – 1,5 milljón evra (207 milljónir íslenskra króna)

16 Arnór Ingvi Traustason, Malmö – 1,1 milljón evra (152 milljónir íslenskra króna)

17 Kolbeinn Sigþórsson, AIK – 1 milljón evra (138 milljónir íslenskra króna)

18 Rúnar Már Sigurjónsson, Astana – 1 milljón evra (138 milljónir íslenskra króna)

19 Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar – 1 milljón evra (138 milljónir íslenskra króna)

20 Guðmundur Þórarinsson, Norrköping – 1 milljón evra (138 milljónir íslenskra króna)

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir