Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tólfta mark Arons á tíma­bil­inu – Daníel sá rautt í sigri

Aron Sigurðarson skoraði sitt tólfta mark á leiktíðinni fyrir Start í sigri liðsins í dag.

Mynd/FVN

Aron Sigurðarson hélt upp­tekn­um hætti og skoraði fyr­ir Start þegar liðið lagði Nest Sotra, 2-0, í norsku 1. deildinni í dag.

Kasper Skaanes skoraði fyrir Start á 11. mínútu áður en Aron skoraði sitt 12. mark á tíma­bil­inu eftir rúmlega hálftíma leik. Aron lék allan leikinn og Start vann að lokum 2-0 sigur.

Íslendingaliðið Álasund vann 2-1 sigur á KFUM á heima­velli sínum í dag.

Daní­el Leó Grét­ars­son, Davíð Kristján Ólafs­son, Aron Elís Þránd­ar­son og Hólm­bert Aron Friðjóns­son byrjuðu allir leikinn fyrir Álasund.

KFUM komst yfir á 44. mínútu en Hólm­bert Aron var arkitektinn að fyrra marki Álasunds rétt fyrir leikhléið þegar hann lagði upp mark fyrir liðsfélaga sinn Torbjørn Agdestein. Hólmbert lék í 71. mínútu í leiknum.

Niklas Castro skoraði annað mark Álasunds eftir tíu mínútur í síðari hálfleiknum en aðeins mínútu síðar var Daní­el Leó vikið velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Davíð og Aron Elís spiluðu allan tímann fyrir Álasund í leiknum.

Þá lék Viðar Ari Jónsson allan leikinn fyrir Sandefjord sem sigraði Strømmen, 2-0, á heimavelli sínum. Emil Páls­son sat á varamannabekkn­um hjá Sandefjord.

Íslendingaliðin þrjú, Álasund, Start og Sandefjord, eru í efstu þremur sætunum í deildinni. Álasund trónir á toppi deildarinnar með 60 stig og er með ellefu stiga forskot á bæði Start og Sandefjord eftir 23 leiki. Start situr í öðru sætinu með betri markatölu en Sandefjord.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun