Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Þýsk sjónvarpsstöð með innslag um Andra Rúnar

Andri Rúnar kemur fyrir í innslagi þýsku sjónvarpstöðvarinnar SWR í kvöld.

Mynd/swr.de

Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður þýska C-deildarliðsins Kaiserslautern, kemur fyrir í innslagi þýsku sjónvarpstöðvarinnar SWR í kvöld.

Andri Rúnar skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir Kaiserslautern í 4-1 sigri liðsins í æfingaleik gegn FSV Frankfurt. Andri Rúnar lék allan síðari hálfleikinn í dag og beið ekki lengi með að setja mark sitt á leikinn en hann skoraði á 47. mínútu leiksins.

Þýska stöðin sýnir mark Andra úr leiknum í dag, helstu marktækifærin hans og viðtal við hann eftir leikinn. Þá talar Sascha Hildmann, þjálfari Kaiserslautern, um Andra í innslaginu, sem má sjá hér að neðan.

Andri Rúnar gekk í raðir Kaiserslautern fyrr í vikunni og gerði tveggja ára samning við félagið eftir að hafa verið hjá sænska félaginu Helsingborgs í rúmt eitt og hálft ár. Íslendingavaktin greindi frá því nú á dögunum að hann hafi kostað Kaiserslautern nærri 3 milljónir sænskra króna, eða um 40 milljónir íslenskra króna.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið