Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Þriðji sigurinn í röð hjá Gylfa og félögum

Gylfi Þór og samherjar hans í Everton unnu í dag sinn þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi í leiknum í dag. ÍV/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton unnu góðan 1-0 heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Everton og spilaði næstum allan leikinn en hann var tekinn af velli í uppbótartíma í seinni hálfleiknum.

Fyrsta færi leiksins kom á 10. mínútu og upp úr því komst Everton yfir í leiknum. Sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin átti skallatilraun sem fór í varnarmann og datt fyrir Phil Jagielka nálægt markinu og hann gat ekki annað gert en skorað. Þetta reyndist vera eina markið í leiknum. 1-0 sigur fyrir Everton í dag.

Gylfi Þór átti nokkrar marktilraunir í öllum leiknum en engin af þeim vildi enda í markinu. Hann átti heilt yfir mjög fínan leik í dag.

Með þessum fína sigri fer Everton-liðið upp í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með alls 46 stig. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun