Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Theodór Elmar opnaði marka­reikn­ing­inn gegn toppliðinu – Myndband

Theodór Elmar opnaði marka­reikn­ing sinn fyr­ir Akhisarspor þegar liðið vann sterkan sigur á toppliðinu.

ÍV/Getty

Theodór Elmar Bjarnason opnaði marka­reikn­ing sinn fyr­ir Akhisarspor þegar liðið vann 3-2 útisigur á toppliði Hatayspor í tyrknesku B-deildinni í dag.

Hatayspor skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu en Akhisarspor var þó ekki lengi að svara fyrir sig og jafnaði metin á 10. mínútu með marki frá Onur Ayik.

Theodór Elmar lagði upp mark fyrir liðsfélaga sinn Erhan Celenk sem kom Akhisarspor yfir á 42. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Theodór Elmar þriðja mark liðsins rétt undir lok fyrri hálfleiks. Hatayspor minnkaði svo muninn á 78. mínútu og þar við sat. Theodór Elmar gat ekki leikið allan leikinn en hann var bor­inn meidd­ur af velli á 87. mínútu.

Með sigrinum í dag lyfti Akhisarspor sér upp um eitt sæti í deildinni, er nú með 32 stig í 5. sæti deildarinnar eftir 22 leiki. Theodór Elmar hefur leikið 14 deildarleiki á leiktíðinni og er nú búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir liðið en hann gekk í raðir Akhisarspor frá Gaziantep um mitt síðasta ár.

Markið sem Theodór Elmar skoraði í leiknum er að finna hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið