Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Theodór Elmar og félagar í for­ystu eft­ir heimasigur

Theodór Elmar og félagar eru í fínni stöðu fyrir seinni leikinn í umspili um sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Theodór Elmar og félagar í leiknum í kvöld. (Theodór er annar frá hægri). Mynd/hurriyet.com.tr

Theodór Elmar Bjarnason og liðsfélagar hans í Gazisehir Gaziantep eru í fínni stöðu fyrir seinni leikinn við Osmanlispor í umspili um sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir 2-0 heimasigur í fyrri leik liðanna í kvöld.

Theodór Elmar var í byrjunarliði Gaziantep og lék allan leikinn.

Rydell Poepon, sóknarmaður Gaziantep, gerði bæði mörk leiksins í dag. Í fyrra markinu gerði hann vel og skoraði gott mark eftir að hafa komist einn á móti markmanni og þá skoraði hann sitt annað mark með skalla af stuttu færi.

Liðin mætast í seinni leiknum á heimavelli Osmanlispor næsta sunnudag.

Ef Gaziantep hefur betur í einvíginu þá mætir liðið annað hvort Hatayspor eða Adana Demirspor í hreinum úrslitaleik um laust sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hatayspor og Adana Demirspor gerðu í kvöld markalaust jafntefli í fyrri leik sínum.

Rúnar Már í tapliði í Sviss

Rúnar Már Sigurjónsson lék allan tímann fyrir Grasshopper er liðið tapaði 0-3 fyrir Sion í næstsíðustu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Sóknarmaður Sion, Itaitinga, sá um að skora öll mörkin í leiknum.

Gengi Grasshopper á leiktíðinni hefur verið afleitt og er liðið löngu fallið niður í B-deildina í Sviss. Nú þegar ein umferð er eftir, þá er liðið aðeins með 24 stig, 19 stigum frá öruggu sæti.

Rúnar Már hefur sagt í fjölmiðlum að hann ætli ekki að leika með Grasshopper á næstu leiktíð, en hann hefur leikið 66 leiki fyrir félagið, skorað 13 mörk og lagt upp önnur 15 í þeim leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun