Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Theodór Elmar og félagar ein­um sigri frá efstu deild

Theodór Elmar og samherjar hans munu koma til með að leika hreinan úrslitaleik um laust sæti í efstu deild Tyrklands.

Theodór Elmar Bjarnason og samherjar hans í Gazisehir Gaziantep eru ein­um sigri frá því að tryggja sér sæti í efstu deild Tyrklands eft­ir sigur í vítakeppni gegn Osmanlispor á útivelli í öðrum leik liðanna í um­spili um sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni að ári. Theodór Elmar spilaði allan leikinn í kvöld. 

Gaziantep, lið Theodórs Elmars, var í fínni stöðu fyrir leikinn í kvöld eftir að hafa unnið 2-0 heimasigur í fyrri leik liðanna síðasta miðvikudag.

Osmanlispor skoraði tvö mörk í venjulegum leiktíma í leiknum í kvöld og framlengja þurfti leikinn. Ekk­ert var skorað í fram­leng­ing­unni og réðust úr­slit­in í víta­keppni, þar sem Theodór Elmar og félagar höfðu betur, 9-8. Theodór Elmar steig á punktinn í vítakeppninni og skoraði úr sinni spyrnu. 

Theodór og félagar hans í Gaziantep munu næsta fimmtudag mæta Hatayspor í hreinum úrslitaleik um laust sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun