Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Theodór Elmar kom­inn aft­ur á ferðina

Theodór Elmar sneri aftur á völlinn með Gaziantep í dag.

Mynd/bursamarmara.com

Theodór Elmar Bjarnason er kom­inn aft­ur á ferðina eft­ir að hafa meiðst með liði sínu Gazişehir Gaziantep í tyrknesku B-deildinni fyrir einum og hálfum mánuði síðan.

Theodór varð fyrir tognun aftan í læri í leik með liði sínu gegn Esk­isehir­spor í deildinni í lok febrúarmánaðar.

Hann mætti til æfinga með Gaziantep fyrir tveimur vikum síðan, eftir landsleikjahlé, en enginn leikur fór fram í Tyrklandi um þarsíðustu helgi.

Theodór sneri aftur á völlinn með Gaziantep í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Altay í deildinni. Hann lék allan tímann á miðjunni í leiknum.

Lið Theodórs, Gazişehir Gaziantep, situr í fimmta sæti deildarinnar, með 49 stig, og á enn góðan möguleika á að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Í síðastliðnum janúarmánuði gekk Theodór Elmar í raðir Gaziantep, en hann hafði byrjað leiktíðina með Elazigspor, sem leikur einnig í tyrknesku B-deildinni.

Theodór hefur leikið 16 leiki á leiktíðinni og skorað eitt mark.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun