Fylgstu með okkur:

Fréttir

Theodór Elmar er byrjaður að æfa á ný

Theodór Elmar er búinn að jafna sig á meiðslum.

Theodór á æfingu í dag. Skjáskot/Twitter/@GazisehirFK

Theodór Elmar Bjarnason er mættur til æfinga hjá tyrkneska félaginu Gazişehir Gaziantep á nýjan leik eftir að hafa verið frá æfingum og keppni síðustu vikurnar vegna meiðsla.

Theodór er búinn að jafna sig á tognun aftan í læri sem hann varð fyrir í leik með liði sínu gegn Esk­isehir­spor í tyrknesku B-deildinni í lok síðasta mánaðar.

Lið Theodórs, Gazişehir Gaziantep, situr í fimmta sæti deildarinnar, með 45 stig, og á enn góðan möguleika á að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Í síðastliðnum janúarmánuði gekk Theodór Elmar í raðir Gaziantep, en hann hafði byrjað leiktíðina með Elazigspor, sem leikur einnig í tyrknesku B-deildinni.

Theodór hefur leikið 15 leiki á leiktíðinni og skorað eitt mark.

Hér að neðan er hægt er að sjá myndir af Theodóri á æfingu í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir