Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Theodór Elmar átti stór­an þátt í sigri – Myndband

Theodór Elmar átti í dag stór­an þátt í sigri Akhisarspor, en hann skoraði eitt mark og átti þátt í öðru.

Mynd/@ajansspor

Theodór Elmar Bjarnason og liðsfélagar hans í Akhisarspor höfðu betur gegn Giresunspor, 2-0, á heimavelli sínum í tyrknesku B-deildinni í dag.

Theodór Elmar lék allan leikinn, skoraði fyrra mark Akhisarspor á 17. mínútu og átti svo þátt í öðru marki liðsins þegar Erhan Celenk tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu.

Með sigrinum fór Akhisarspor upp í 35 stig og í sjötta sæti, sem er svokallað umspilssæti. Efstu tvö sæt­in í deildinni gefa sæti í efstu deild en 3.-6. sæti fara í umspil í vor um þriðja og síðasta lausa sætið. Theodór Elmar hefur á leiktíðinni leikið 17 deildarleiki af 24 og í þeim skoraði þrjú mörk og lagt upp tvö.

Mynd/@skorermilliyet

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið