Fylgstu með okkur:

Fréttir

„Það var draum­ur að spila hérna“

Rúnar Már upplifði drauminn í kvöld þegar hann spilaði á Old Trafford í Evrópudeildinni.

Rúnar Már í leiknum í kvöld. Mynd/Astana

Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana og lék allan leikinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Manchester United á Old Trafford í 1. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Þetta spilaðist eins og við áttum von á. Þeir voru meira með bolt­ann og markmaður­inn hjá okk­ur átti góðan leik,“ sagði Rúnar Már í viðtali eftir leik.

„Þegar staðan var bæði 0-0 og 1-0 þá trúðum við alltaf að við gæt­um náð inn marki og fengið stig, en við sköpuðum ekki nægi­lega mikið af færum. Manchester United notaði unga leik­menn sem vildu sanna sig og okk­ur tókst næst­um að ná í stig.“

Rúnar Már ólst upp sem mikill stuðningsmaður Manchester United og í kvöld fékk hann góðan stuðning frá sínum nánustu, en á fjórða tug vina og ættingja hans voru á leiknum.

„Þetta var sér­stakt augna­blik fyr­ir mig og fjöl­skyld­una sem var í stúk­unni. Það var draum­ur að spila hérna. Ég hefði viljað færa þeim eitt eða jafnvel þrjú stig,“ sagði Rún­ar Már.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir