Fylgstu með okkur:

Fréttir

Teitur samdi við OB

Teitur Magnús­son gerði í dag tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið OB.

Mynd/[email protected]​Od­en­se_­Bold­klub

Teitur Magnús­son, knatt­spyrnumaður­inn efni­legi úr FH, skrifaði í dag und­ir tveggja ára samn­ing við danska úrvalsdeildarfélagið OB, en þetta var staðfest á vef fé­lags­ins í dag.

Teitur er 18 ára gamall og á að baki 16 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er alinn upp hjá FH og hefur leikið einn leik fyrir Hafnarfjarðarliðið í efstu deild. Þá var hann lánaður til Þróttar Reykjavíkur á síðasta keppnistímabili, þar sem hann lék sex leiki.

„Hann er stór og öflugur varnarmaður sem býr einnig yfir tæknilegri getu. Við viljum hafa varnarmenn sem geta spilað frá öftustu línu og hann getur það. Hann hefur áður spilað sem hægri bakvörður, svo hann getur bæði spilað í þriggja og fjögurra manna varnarlínu. Staðsetningar hans eru góðar á vellinum og hann er einnig með góðan leikskilning,” sagði Tonny Hermansen, yfirþjálfari OB, um Teit.

„Þetta er stór klúbb­ur með mikla sögu og ég vil vera hluti af þeirri sögu. Leikstíll liðsins hent­ar mér vel, því ég er stór leikmaður sem vil vera með bolt­ann. Veðrið hér er svipað á Íslandi, nema aðeins betra,“ sagði Teit­ur um félagaskiptin.

OB er staðsett í Óðinsvéum í Danmörku og hafnaði á síðustu leiktíð í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur í þrígang orðið danskur meistari.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir