Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap í hundraðasta leik Jóhanns Bergs fyrir Burnley

Burnley tapaði í 100. leik Jóhanns Bergs fyrir félagið

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið heimsótti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Jóhann Berg var tekinn af velli á 72. mínútu en Aaron Lennon kom inná í hans stað

Alexandre Lacazette skoraði af miklu harðfylgi fyrsta mark leiksins á 13. mínútu. Ashley Barnes jafnaði metin á 43. mínútu. Staðan 1-1 í hálfleik.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal aftur í forystu á 64. mínútu með hnitmiðuðu skoti í nærhornið.

Burnley heimsækir Wolves í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

 

 

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun