Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap í fyrsta leik Rúnars

Rúnar Már spilaði sinn fyrsta leik fyr­ir FC Astana í úrvalsdeildinni í Kasakstan.

Mynd/Astana

Rúnar Már Sigurjónsson spilaði sinn fyrsta leik fyr­ir FC Astana í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag.

Rúnar Már var í byrjunarliði Astana í leiknum og lék fyrstu 82. mínúturnar. Hann og liðsfé­lag­ar hans þurftu þá að sætta sig við 2-0 tap á útivelli gegn Kairat Almaty.

Staðan var marka­laus í hálfleik en á þremur mín­út­um í seinni hálfleik skoruðu Kairat Almaty tví­veg­is og reynd­ust það einu mörk leiks­ins.

Rúnar Már gekk í raðir Astana á frjálsri sölu fyrr í mánuðinum. Undanfarin þrjú ár lék hann með Grass­hop­p­ers og St. Gallen í Sviss.

Astana er ríkjandi meistari í efstu deildinni í Kasakstan og er á þessari leiktíð í toppbaráttu þegar deildin er rétt rúmlega hálfnuð. Astana, sem er í 2. sæti, tapaði í dag sínum öðrum leik í röð og er nú þremur stigum frá toppliðinu Tobol.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun