Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap í fyrsta leik Emils með Padova

Emil varð að sætta sig við tap í fyrsta leik sínum með Calcio Padova.

Mynd/padovacalcio.it

Emil Hallfreðsson lék í dag sinn fyrsta leik fyrir Calcio Padova í ítölsku C-deildinni.

Emil og samherjar hans þurftu þá að sætta sig við svekkjandi 2-1 tap gegn Alma Juventus Fano á útivelli. Emil lék allan leikinn á miðjunni fyrir Padova.

Alma Juventus Fano komst yfir með marki á 26. mínútu en Francesco Nicastro jafnaði metin fyrir Padova rétt undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 1-1 í hálfleik.

Þegar átta mínútur voru til leiksloka lét leikmaður Padova reka sig af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Alma Juventus Fano-liðið var ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og skoraði sigurmark á 85. mínútu leiksins.

Padova er áfram í 4. sæti í B-riðli ítölsku C-deild­ar­inn­ar og í baráttu um að komast upp um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun