Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap í fyrsta byrjunarliðsleik Birkis með Brescia

Birkir var tek­inn af velli í fyrsta byrj­un­arliðsleikn­um sínum með Brescia þegar liðið tapaði fyrir Juventus.

ÍV/Getty

Birkir Bjarnason var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brescia þegar liðið sótti meist­araliðið Juventus heim í ítölsku A-deildinni í dag. Lokatölur urðu 2-0, Juventus í vil.

Florian Aye, leikmaður Brescia, fékk sitt annað gula spjald og lét reka sig af velli á 37. mínútu leiksins þegar hann braut af sér á hættulegum stað. Paulo Dybala tók í kjölfarið aukaspyrnu fyrir Juventus og skoraði með góðu skoti í hornið fjær. Staðan í hálfleik var 1-0.

Juan Cuadrado skoraði annað mark Juventus á 75. mínútu eftir góða sókn og þar við sat í markaskorun. Birkir var tekinn af velli á 80. mínútu leiksins.

Brescia er enn í 19. sæti í ítölsku A-deild­inni og með 16 stig, nú sjö stigum stigum frá því að kom­ast úr fallsæti þegar leiknar hafa verið 24 umferðir.

Emil lék í tapi Padova

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Padova og lék allan tímann á miðjunni fyrir liðið þegar það tapaði 1-0 fyrir Fermana í ítölsku C-deildinni. Þetta var sjötti deildarleikur Emils með Padova en hann gekk í raðir liðsins í síðasta mánuði.

Padova er í 6. sæti í B-riðli ítölsku C-deild­ar­inn­ar með 44 stig eftir 26 leiki og enn í baráttu um að komast upp um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun