Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap hjá Rakel í kvöld

Rakel Hönnudóttir var í byrjunarliði Reading sem beið lægri hlut fyrir Manchester City, 3-4, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Úr leiknum í kvöld. ÍV/Getty

Topplið Manchester City reyndist aðeins of stór biti fyrir Rakel Hönnudóttur og liðsfélaga hennar í Reding er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-4 sigri Manchester City.

Rakel var í byrjunarliði Reading í leiknum og lék í rúmar 60. mínútur.

Þetta var fjórði leikur Rakelar í ensku úrvalsdeildinni með Reading, en hún gekk í raðir félagsins í janúar síðastliðnum. Þar áður hafði hún leikið með sænska félaginu Limhamn Bunkeflo.

Reading komst yfir snemma leiks eftir einungis þrjár mínútur.

Manchester City jafnaði leikinn á 15. mínútu leiksins og tuttugu mínútum síðar bætti liðið við tveimur mörk á skömmum tíma, á 36. mínútu og aftur aðeins þremur mínútum síðar. Nikita Parris, leikmaður Manchester City, skoraði öll þessi þrjú mörk fyrir félagið í fyrri hálfleiknum.

Manchester City skoraði fjórða mark sitt snemma í síðari hálfleik, á 53. mínútu, rétt áður en Reading skoraði sitt annað mark í leiknum, sem kom úr vítaspyrnu.

Manchester City hafði fínt forskot mestan hluta af leiknum, en Reading náði næstum að koma til baka og tryggja sér jafntefli, eftir að hafa skorað rétt undir leiklok, á 86. mínútu, og átt fín færi í kjölfarið.

Lokaniðurstaða 3-4 sigur hjá toppliði Manchester City.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun