Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap hjá Ögmundi í dag

Ögmundur Kristinsson varði í dag mark AE Larissa sem tapaði í grísku úrvalsdeildinni.

Ögmundur Kristinsson og samherjar hans í AE Larissa þurftu í dag að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Panionios í grísku úrvalsdeildinni.

Ögmundur varði mark AE Larissa allan leikinn í dag.

Fyrir leikinn í dag hafði Ögmundur verið taplaus í síðustu fjórum leikjum liðsins í grísku úrvalsdeildinni.

AE Larissa, lið Ögmundar, siglir enn lygnan sjó í deildinni með 30 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, en liðið datt niður í 10. sæti deildarinnar eftir tapið í dag. Andstæðingur liðsins í dag, Panionios, hirti 9. sætið með sigrinum í dag.

Aðeins fjórum stigum munar þó á Larissa og liðinu í 13. sæti, sem er umspilsfallsæti. Neðstu þrjú liðin í deildinni munu í vor falla beint niður um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun