Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap hjá Kristianstad

slend­ingaliðið Kristianstad tapaði í Svíþjóð í dag.

Sif Atladóttir.

Íslend­ingaliðið Kristianstad tapaði 2-1 í dag fyr­ir Pitea á útivelli í efstu deild Svíþjóðar.

Heimakonur í Pitea skoruðu tvö mörk sitt hvorum megin við hálfleikinn. Fyrra markið kom rétt fyrir leikhléið og það seinna á 56. mínútu. Í lok leiks tókst Kristianstad að laga stöðuna aðeins, því Sofia Hagman skoraði fyrir liðið á 82. mínútu.

Sif Atladóttir lék allan tímann í vörn Kristianstad í leiknum og Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn sem varamaður á 68. mínútu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sat á varamannabekk Kristianstad í leiknum.

Kristianstad er 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 7 stig eftir fyrstu fimm leikina á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun