Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Tap hjá Hirti gegn FCK

Hjörtur spilaði í tapi í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Hjörtur Hermannsson lék í stöðu miðvarðar í vörn Brøndby sem beið lægri hlut fyrir FC Kaupmannahöfn, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Brøndby náði forystu snemma leiks, á 9. mínútu, en rétt fyrir leikhlé á stuttum kalfa skoraði FC Kaupmannahöfn tvö mörk. Lokatölur urðu 1-2.

Liðin voru í dag að leika innbyrðis í efra umspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Stigasöfnun liðanna í deildinni hélst óbreytt frá því í vetur og Brøndby situr í fjórða sætinu með 40 stig.

Hjörtur komst í þarsíðustu viku í bikarúrslit í dönsku bikarkeppninni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun